Sami maðurinn deyr þrisvar sömu nótt!

Hin einkennilega fyrirsögn birtist við forsíðufrétt London Times. Þrír lík, öll af sama manni er af því virðist, finnast í sama herbergi á Chelsea Arms Hótelinu. Allir virðast hafa verið myrtir með sama hætti, með hnífsstungu í hjartað. 

Kveikt er síðan í húsi kærs vinar rannsakendanna og slasast hann illa í atganginum. Sérkennilegt stefnumót, leynifundur og mörg þúsund kílómetra langt ferðalag með hinu vel þekkta lestarfélagi leiðir rannsakendurna alla leið til Konstantínopel, hvar austrið mætir vestrinu.

Það býr eitthvað meira að baki öllu þessu og aðeins útsjónarsömustu, siðprúðustu og heppnustu rannsakendur komast frá ferðinni heilir á sál og líkama. Hvaða furður og hryllingur bíður þeirra?

Horror on the Orient Express

Cover2 simplyjens Johanningi arnaregils QTab vidarfreyr