Prof. Julian Smith

Vinur og kunningi rannsakendanna

Description:

Julian Smith er þéttvaxinn Englendingur, fræðimaður sem hefur helgað sig rannsóknum sínum. Margir þekkja hann einkanlega á framandlegu og stórglæsilegu yfirvararskeggi og skeggi, sem minna um margt á rostungstennur. Hann tekur hressilega í nefið (sérstaklega einstaklega ógeðfellt og daunmikið hrafntinnusvart baltneskt tóbak), hlær hátt og innilega og er sérstaklega duglegur við að deila langdregnum sögum með hverjum þeim sem kemst ekki undan því að hlusta á hann.

Bio:

Smith hefur ferðast víða og búið í mörgum Evrópulöndum. Hann hefur lagt stund á evrópsk tungumál og fornleifafræði, hann tók m.a. Litt. D. gráðu við Háskólann í Vín. Í gegnum tíðina hefur hann verið þér innan handar með ýmsar snúnar þýðingar. Undanfarið hefur hann þó beint kröftum sínum og athygli að dularsálfræði, með góðum árangri.

Smith á hús í Lundúnum í St. John’s skógi, hvar hann dvelur þegar hann er í borginni. Í augnablikinu er verið að gera húsið upp, til að stækka og auka við bókasafn hans. Þegar Smith er í Lundúnum þá má oft finna hann í Háskólanum í Lundúnum, þar sem hann flytur jafnan og oft fyrirlestra. Þá á prófessorinn annað heimili, skammt frá Cambrigde.

Eiginkona Smith’s, Margaret, lést árið 1919. Um þessar mundir er það helst einkaþjónn Smiths, Beddows, sem fylgir prófessornum. Beddows er í raun allt í senn, trúnaðarvinur, aðstoðarmaður og þjónn.

Prof. Julian Smith

Horror on the Orient Express tmar78