Persónusköpun

Almennt

Allir rannsakendur eru byggðir upp eins og fram kemur í persónusköpunarkafla reglubókarinnar. Við munum notast við 6. útgáfu hvað þetta varðar en markmiðið er að hafa þetta eins reglufrítt og mögulegt er. 

Bakgrunnur og persónueinkenni

Allir rannsakendur þekkja Prof. Julian Smith með einum eða öðrum hætti. Það er undir hverjum og einum leikmanni komið að ákveða með hvaða hætti þau tengsl eru. Að öðru leyti hafa leikmenn frjálsar hendur með bakgrunn, svo lengi sem hann sé innan skynsamlegra marka (t.d. enga landflóttakonunga frá lítt þekktum ríkjum í Afríku). Til að mynda er í fínu lagi að vera ágætlega þekktir leikarar, rithöfundar eða vera af aðalsættum.

Þá er ágætt að huga vel að persónueinkennum, hvort sem það eru útlitstengt atriði eða snúa að persónuleikum, t.d. kækir eða eitthvað álíka. Allt sem glæðir persónur lífi er vel séð og skemmtilegt.  

Occupations

Þegar occupation er valið er ágætt að hafa í huga, að Simplon-Orient lestin er fyrst og fremst ferðamáti hinna ríku og frægu. Þar sem tengsl þurfa að vera til staðar við Smith þá þarf að vera virkilega góð ástæða fyrir því bandarískur skógarhöggsmaður ætti að þekkja hann, en kannski líklegra að írskur málfræðikennari kannist við prófessorinn. 

Equipment

Þar sem flakka þar á milli landa gæti verið ágætt að hafa það í huga þegar kemur að því að versla vopn og þess háttar. Það er ekki endilega gefið að það sé auðvelt. Hið sama getur átt við ýmislegt annað, t.d. flóknar efnafræðisamsetningar, forboðnar bækur (sem tengjast dulspeki, ekki Mythos skruddur).

Persónusköpun

Horror on the Orient Express tmar78