Um spilanir

Spilanir fara fram á tveggja vikna fresti, 3-4 tíma í senn. Ég legg áherslu á að leikmenn reyni að vera sem mest í persónu og spari OOC spjall sem mest þeir geta. Hugmyndin er, að kerfið þvælist sem allra minnst fyrir og að sagan fái að njóta sín. Leikmenn geta og mega kalla eftir köstum ef þeir vilja nota ákveðna hæfileika við tilteknar aðstæður, en við aðrar aðstæður getur verið að köstin séu óþörf (t.d. Library Use kast hjá bókmenntafræðingi með 85% í hæfileikanum sem er að leita að almennum upplýsingum um eitthvað málefni, hefur úr nægum tíma að moða og algjörlega laus við stress). Veltur það að mati mínu hverju sinni. 

Markmið með þessari sögu er að hafa gaman og skemmta sér við að spila ævintýrið sem mætti kalla hæsta stig lestarteinaævintýra. Ef allt gengur upp þá getur þetta orðið okkur til gleði næstu mánuði og jafnvel gott betur en það. Ævintýrið fer að stórum hluta fram um borð í Simplon-Orient hraðlestinni og gefast persónum mörg tækifæri til að setjast niður, spjalla saman og fara vandlega yfir allar vísbendingar. Hinu ber þó ekki að leyna, að hér er um að ræða oft á tíðum afar hættulega óvini en sem betur fer þá er hægt að koma inn nýjum rannsakendum fari svo að einhver upprunalegu persónanna gangi af göflum, slasist svo illa að hún geti ekki haldið áfram eða hreinlega láti lífið. 

Dagbók

Ég legg það í hendur leikmanna að halda úti í leiðabók fyrir hverja spilun. Þessi síða býður upp á mjög góða adventure log möguleika og ég legg til að þessi ábyrgð deilist jafnt milli leikmanna, þ.e. að menn skiptist á að skrifa. Eina krafan sem ég geri um dagbókina, er að hún sé skrifuð í persónu. Þannig getur ein persóna skrifað ítarlega og persónulega dagbók á meðan næsta persóna punktar aðeins hjá sér minnisatriði. 

Úthendur

Ég mun koma öllu úthendum hingað inn með rafrænum hætti, þannig að það verði alltaf hægt að nálgast þær eftir spilanir. Ég mun sjálfur halda utan um rauneintökin á milli spilana. 

Um spilanir

Horror on the Orient Express tmar78